Bjó um sig í neyðarskýli

Maðurinn sem leitað var að í Stafafellsfjöllum í Lóni hafði leitað skjóls í neyðarskýli í nótt á meðan versta veðrið gekk yfir. Þegar veður fór að skána í birtingu lagði hann af stað til byggða og var kominn niður á veg er smalar sáu til hans segir Friðrik Jónas Friðriksson, sem stjórnaði aðgerðum við leitina. Smalarnir létu leitarfólk vita sem kom á vettvang og ók manninum til byggða. 

Að sögn Friðriks var maðurinn mjög vel búinn og þekkir vel til staðhátta og því áttu stjórnendur leitarinnar alveg eins von á að hann hefði komið sér í skjól undan veðrinu. Göngumaðurinn var við góða heilsu þegar hann komst til byggða. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert