„Leiðinlegasta þáttaröðin“ hingað til

Lokaþáttur níundu þáttaraðar Love Island var sýndur í gær, mánudag.
Lokaþáttur níundu þáttaraðar Love Island var sýndur í gær, mánudag. Skjáskot/Instagram

Lokaþáttur níundu þáttaraðar Love Island var sýndur í gær, mánudag. Áhorfendur fögnuðu því á samfélagsmiðlum að „leiðinlegasta þáttaröðin“ hingað til væri lokið. 

Eftir átta vikur þjakaðar af dramatík stóðu þau Sanam Harrinanan og Kai Fegan uppi sem sigurvegarar og unnu 50 þúsund sterlingspund eða sem nemur 8,6 milljónir íslenskra króna. Þau féllu fyrir hvort öðru í Casa Amor, en þetta er í fyrsta sinn sem sigurvegararnir eru úr Casa Amor. 

View this post on Instagram

A post shared by Love Island (@loveisland)

Líkir þáttaröðinni við „helvíti“

Svo virðist sem eintóm leiðindi hafi verið á ástareyjunni fögru, en eftir lokaþáttinn voru áhorfendur fljótlega mættir á Twitter þar sem þeir lýstu upplifun sinni á lokaþættinum. 

Sumir líktu lokaþættinum við að mæta á síðustu vaktina í leiðnilegri vinnu á meðan aðrir spöruðu ekki stóru orðin. „Ég er laus úr helvítinu sem þessi þáttaröð var,“ skrifaði einn notandi. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er ástæðulaust að fyllast sektarkennd út af þeim hlutum sem ekki eru í þínu valdi að breyta. Reyndu að sýna lipurð og samstarfsvilja og þá muntu ná takmarki þínu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er ástæðulaust að fyllast sektarkennd út af þeim hlutum sem ekki eru í þínu valdi að breyta. Reyndu að sýna lipurð og samstarfsvilja og þá muntu ná takmarki þínu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg