Var klár eftir einn léttan bjór

Guðmundur E. Stephensen verður á meðal keppenda á Íslandsmótinu 2023.
Guðmundur E. Stephensen verður á meðal keppenda á Íslandsmótinu 2023. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Guðmundur Stephensen, margfaldur Íslandsmeistari í borðtennis, verður á meðal keppenda á Íslandsmótinu 2023.

Þetta tilkynnti hann í samtali við RÚV en Guðmundur, sem er fertugur, varð Íslandsmeistari í einliðaleik í fyrsta sinn þegar hann var 11 ára gamall.

Hann lagði borðtennisspaðann á hilluna árið 2013 þegar hann varð Íslandsmeistari tuttugasta árið í röð en Íslandsmótið í ár fer fram í mars.

„Það er gaman að koma aftur,“ sagði Guðmundur í samtali við RÚV.

„Það er verið að gera þáttaröð um ferilinn minn og það ýtti undir endurkomuna. Ég var spurður að því hvort það yrði ekki gaman að mæta aftur til leiks í tilefni þáttaraðarinnar og ég samþykkti það bara eftir einn léttan bjór,“ bætti Guðmundur meðal annars við. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert