Myndskeið: Bjargað úr flugvél sem varð fyrir lest

Flugvélin brotlenti á lestarteinum í grennd við lögreglustöð.
Flugvélin brotlenti á lestarteinum í grennd við lögreglustöð. AFP

Ekki mátti miklu muna þegar lögregluþjónar í Los Angeles björguðu slösuðum flugmanni úr lítilli flugvél sem hafði brotlent á lestarteinum í gær, einungis örfáum sekúndum áður en lest á fullri ferð jafnaði flugvélaflakið við jörðu.

AP fréttastofan greinir frá.

Flugvélin hafði brotlent skömmu eftir flugtak á Whiteman-flugvellinum í San Fendando-dalnum sem var klukkan 14.10 að staðartíma. Flugvélaflakið varð lestinni að bráð klukkan 14.15, tæpum fimm mínútum síðar. Sem betur fer brotlenti vélin á lestarteinum í grennd við lögreglustöð sem gerði viðbragðsaðilum kleift að vera fljótir á vettvang.

Fjórir lögregluþjónar komu til aðstoðar flugmanninum, sem reyndist eina manneskjan um borð, og drógu hann úr flugvélinni og á gangstéttina. Ekki liðu nema um fimm sekúndur þar til lestin kom á fullri ferð. Maðurinn var fluttur á slysadeild í kjölfarið.

Myndavél á einkennisbúning lögregluþjóns festi þetta ótrúlega atvik á myndskeið:


 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka