Handbolti

Samningi Lovísu í Noregi rift

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Lovísa gæti verið á leið aftur á Hlíðarenda.
Lovísa gæti verið á leið aftur á Hlíðarenda. Vísir/Hulda Margrét

Lovísa Thompson, landsliðskona í handbolta, mun ekki klára tímabilið með Tertnes í Noregi en samningi hennar þar var rift þar sem hún er að glíma við meiðsli og er frá keppni.

Það var Handbolti.is sem greindi fyrst frá. Hin 23 ára gamla Lovísa gekk í raðir Ringkøbing í Danmörku um mitt síðasta ár en lét hálft ár duga þar og sneri aftur á Hlíðarenda þar sem hún hefur verið samningsbundin síðan 2018.

Þann 12. desember var svo greint frá því að Lovísa væri gengin í raðir norska efstu deildarfélagsins Tertnes á láni út tímabilið. Þar sem Lovísa er að glíma við meiðsli og óvíst er hvenær hún snýr til baka þá ákvað Tertnes að rifta lánssamningnum.

Ekki er komið í ljós hvort Lovísa mun snúa aftur í raðir Vals þegar hún jafnar sig af meiðslunum.

Valur er í 1. sæti Olís deildar kvenna með 24 stig að loknum 14 leikjum. Tertnes er í 11. sæti norsku deildarinnar með aðeins sex stig eftir 14 leiki.

Fréttin hefur verið uppfærð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×