fbpx
Sunnudagur 19.maí 2024
433Sport

Mál Juventus fram og til baka – Nú er búið að taka 10 stig af liðinu

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 22. maí 2023 18:34

Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mál Juventus hefur farið fram og til baka í kerfinu en nú er ljóst að tíu stig verða tekin af liðinu í Seriu A á þessu tímabili.

Juventus bað eigin leikmenn um hjálp á tímum COVID-19 faraldrinum og báðu marga um að gefa laun sín eftir í heila fjóra mánuði.

Flestir leikmenn sættu sig við einn mánuð án greiðslu en fengu svo borgað svart til að forðast skattinn.

Eftir það var bókhald félagsins í miklu rugli og voru ýmsar falsanir sem áttu sér stað sem hefur verið til rannsóknar undanfarin tvö ár eða svo.

Stjórn Juventus sagði öll upp störfum í lok síðasta árs vegna ransóknarinnar.

Dómurinn verður til þess að Juventus nær ekki Meistaradeildarsæti nema með kraftaverki nú þegar tvær umferðir eru eftir á Ítalíu. Juventus er með 69 stig og situr í öðru sæti en með tíu mínus stigum verður liðið í sjöunda sæti með 59 stig.

Forráðamenn AC Milan brosa eflaust breitt en liðið á nú ansi vænlegan möguleika á fjórða sætinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Byrjunarliðin í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar – Hver verður meistari?

Byrjunarliðin í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar – Hver verður meistari?
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Guardiola hafði ekki hugmynd um hvaða markmaður var á leið til félagsins

Guardiola hafði ekki hugmynd um hvaða markmaður var á leið til félagsins
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Lofsyngur Gylfa og nefnir sérstaklega þessa frammistöðu – „Ekki er hann að elta aurinn“

Lofsyngur Gylfa og nefnir sérstaklega þessa frammistöðu – „Ekki er hann að elta aurinn“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Vill fá Messi aftur til Spánar og er vongóður – ,,Skoraði eitt fallegasta mark sögunnar“

Vill fá Messi aftur til Spánar og er vongóður – ,,Skoraði eitt fallegasta mark sögunnar“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Arnór fékk sér listaverk á bakið: Myndin vekur gríðarlega athygli – ,,Enginn betri í leiknum“

Arnór fékk sér listaverk á bakið: Myndin vekur gríðarlega athygli – ,,Enginn betri í leiknum“
433Sport
Í gær

Bálreiðir eftir umdeilda ákvörðun félagsins: Þurfa nú að borga meira – ,,Er þetta eitthvað grín?“

Bálreiðir eftir umdeilda ákvörðun félagsins: Þurfa nú að borga meira – ,,Er þetta eitthvað grín?“