Landsliðskona snýr aftur í Breiðablik

Alexandra Jóhannsdóttir í Blikatreyjunni.
Alexandra Jóhannsdóttir í Blikatreyjunni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þýska félagið Eintracht Frankfurt greinir í dag frá því á heimasíðu sinni að landsliðskonan Alexandra Jóhannsdóttir hafi verið lánuð í Breiðablik til 30. júní. Mun hún því leika með liðinu í Bestu deild kvenna í knattspyrnu þangað til.

Ljóst er að um gífurlegan liðstyrk er að ræða en Alexandra lék með Breiðabliki sumrin 2018-2020 eftir að hún kom frá Haukum. Seinni tvö sumrin skoraði hún 21 mark í 33 deildarleikjum. Fram kemur á heimasíðu Frankfurt að lánið sé að ósk Alexöndru en hún hafi viljað komast í betri leikæfingu fyrir EM í sumar.

Niko Arnautis, þjálfari Frankfurt samþykkti það þar sem allir miðjumenn Frankfurt eru heilir fyrir lokakafla tímabilsins.

Breiðablik hefur byrjað tímabilið í Bestu deildinni ágætlega en liðið er í öðru sæti með 6 stig eftir þrjá leiki.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert