Controlant hlýtur Nýsköpunarverðlaun Íslands 2020

Frá afhendingu Nýsköpunarverðlauna Íslands í dag.
Frá afhendingu Nýsköpunarverðlauna Íslands í dag. Ljósmynd/Aðsend

Íslenska fyrirtækið Controlant hlaut í dag Nýsköpunarverðlaun Íslands árið 2020 sem veitt voru við hátíðlega athöfn í Hörpu. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra afhenti verðlaunin sem veitt hafa verið framsæknum nýsköpunarfyrirtækjum frá 1994.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Íslandsstofu.

Í rökstuðningi dómnefndar segir meðal annars:

Hug- og vélbúnaður Controlant tryggir gæði viðkvæmra vara í flutningi og dregur úr sóun á lyfjum og matvælum. Controlant gefur framleiðendum lyfja og matvæla mikilvægar rauntímaupplýsingar um hitastig og raka sem fást með nettengdum gagnaritum. Áralöng fjárfesting í tækniþróunarstarfi er að skila sér um þessar mundir í hröðum vexti tekna og er starfsemin komin til rúmlega 100 landa. 

Á meðal viðskiptavina félagsins eru mörg af stærstu lyfjafyrirtækjum heims. Lausnir félagsins verða mikilvægur hlekkur í dreifingu bóluefna við COVID-19 sem er eitt erfiðasta heilbrigðisvandamál sem heimsbyggðin er að fást við, að því er segir ennfremur í tilkynningunni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert