Slasaðist á fjórhjóli

Maðurinn borinn að þyrlunni sem svo flutti hann á Landspítalann …
Maðurinn borinn að þyrlunni sem svo flutti hann á Landspítalann eftir slysið. Ljósmynd/Landhelgisgæslan

Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-GNÁ, var kölluð út síðdegis í dag vegna fjórhjólamanns sem hafði slasast við fjallið Strút á Mælifellssandi. Voru sjúkraflutningamenn og björgunarsveitarfólk á vegum Slysavarnafélagsins Landsbjargar þegar á vettvangi er þyrlan kom þar að og höfðu veitt manninum aðhlynningu. Þyrlan flutti hann í framhaldinu á Landspítalann í Fossvogi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert