Vildi að ríkið borgaði fyrir mjaðmaskipti á einkastofu

Héraðsdómur Reykjavíkur.
Héraðsdómur Reykjavíkur.

Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði íslenska ríkið af öllum kröfum manns sem stefndi því til greiðslu skaðabóta vegna liðskiptaaðgerðar. Málskostnaður var felldur niður.

Stefnandinn gekkst undir liðskiptaaðgerð á mjöðm hjá bæklunarlækni í maí 2020. Aðgerðin var gerð hjá einkafyrirtæki og borgaði hann 1.200.000 krónur fyrir. Hann krafðist skaðabóta að sömu upphæð auk dráttarvaxta og málskostnaðar.

Bæklunarlæknir hafði látið mynda hægri mjaðmarlið mannsins í mars 2020 og reyndist hann vera í slæmu ásigkomulagi. Læknirinn taldi þörf á forgangsaðgerð og sendi beiðni um hana til Landspítalans. Stefnandinn fékk þær upplýsingar að það væri biðlisti en hugsanlega gæti aðgerðin farið fram í ágúst.

Læknirinn sem gerði aðgerðina á einkareknu skurðstofunni sótti um greiðsluþátttöku til Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) þar eð ekki var mögulegt að leita lækninga erlendis vegna faraldursins. SÍ höfnuðu beiðninni vegna þess að ekki hefði verið gerður samningur við sérgreinalækna um greiðsluþátttöku í slíkri aðgerð. Úrskurðarnefnd velferðarmála staðfesti synjun SÍ.

Stefnandinn taldi mismunun felast í afstöðu SÍ og sagði að sjúklingum væri mismunað eftir því hvaða sjúkdóm þeir hefðu og eins eftir efnahag þeirra. Ríkið mótmælti öllum málsástæðum stefnda og taldi þær að hluta til svo illa reifaðar að erfitt væri að halda uppi vörnum í málinu. gudni@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert