Koeman tekinn við Hollandi á nýjan leik

Ronald Koeman er aftur tekinn við stjórnartaumunum hjá Hollandi.
Ronald Koeman er aftur tekinn við stjórnartaumunum hjá Hollandi. AFP

Ronald Koeman hefur verið ráðinn þjálfari karlalandsliðs Hollands í knattspyrnu. Hann tekur við starfinu af Louis van Gaal, sem hætti alfarið þjálfun eftir HM í Katar í desember.

Koeman hefur áður stýrt hollenska landsliðinu, það gerði hann á árunum 2018 til 2020 en hvarf þá frá til þess að taka við Barcelona.

Stoppið í Katalóníu var þó stutt, aðeins rúmlega eitt tímabil, og er Koeman kominn aftur í þjálfarasætið hjá þjóð sinni.

Á blaðamannafundi þegar hann var kynntur í dag lofaði Koemana því að liðið myndi spila 4-3-3 leikkerfið undir sinni stjórn, en 3-5-2 leikkerfi undir stjórn van Gaal vakti ekki mikla hrifningu hollenskra fjölmiðla.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert