Ekkert kórónuveirusmit innanlands

Byrjað var að bólusetja við Covid-19 á Íslandi síðustu viku …
Byrjað var að bólusetja við Covid-19 á Íslandi síðustu viku ársins 2020. mbl.is/Kristinn Magnússon

Ekkert kórónuveirusmit greindist innanlands í gær. Þetta kemur fram á Covid.is. 17 eru núna í einangrun sem er fækkun um átta frá því í gær. Níu eru á sjúkrahúsi rétt eins í gær. 

Á landamærunum greindist einn með mótefni við veirunni. 

Tekin voru 1.447 sýni, þar af voru einkennasýnatökur 1.188 talsins. 

Aðeins 12 eru núna í einangrun á höfuðborgarsvæðinu, tveir á Suðurnesjum, tveir á Norðurlandi eystra og einn á Suðurlandi. 

14 daga nýgengi innanlandssmita á hverja 100 þúsund íbúa er komið niður í 1,4, sem er lækkun um 0,2 frá því í gær. Á landamærunum er nýgengið 4,9 eins og í gær. 

Alls eru 24 í sóttkví og 882 í skimunarsóttkví.

Bú­ast má við til­slök­un­um inn­an­lands fljótlega. Þórólf­ur Guðna­son sótt­varna­lækn­ir skilaði tveim­ur minn­is­blöðum til heil­brigðisráðherra þess efn­is í fyrradag. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert