Manchester United mætir Sevilla

Manchester United vann Real Betis örugglega í sextán liða úrslitum …
Manchester United vann Real Betis örugglega í sextán liða úrslitum Evrópudeildarinnar. AFP/Cristina Quicler

Dregið var til átta liða úrslitanna í Evrópudeild karla í fótbolta klukkan 12.00 og í framhaldi af því til undanúrslitanna.

Átta lið eru eftir í keppninni, Bayer Leverkusen, Juventus, Roma, Sporting Lissabon, Feyenoord, Manchester United, Sevilla og Royal Union St.Gilloise.

Manchester United mætir Sevilla í átta liða úrslitunum og fer því aftur til sömu borgar á Spáni eftir að hafa unnið hitt Sevilla-liðið, Real Betis, í sextán liða úrslitum.

Sevilla er sigursælasta félagið í sögu keppninnar en það hefur unnið hana sex sinnum frá árinu 2006, síðast árið 2020.

Þá liggur fyrir að Manchester United og Juventus mætast í undanúrslitum keppninnar, takist þeim að vinna einvígi sín í átta liða úrslitunum.

Í 8-liða úrslitum mætast:

Manchester United - Sevilla
Juventus - Sporting Lissabon
Bayer Leverkusen - Royal Union St.Gilloise
Feyenoord - Roma

Leikirnir fara fram 13. og 20. apríl.

Einnig er dregið til undanúrslitanna:

Juventus eða Sporting - Manchester United eða Sevilla
Feyenoord eða Roma - Leverkusen eða Royal Union

Leikirnir fara fram 11. og 18. maí.

Úrslitaleikurinn  fer fram í Búdapest 31. maí.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert