fbpx
Mánudagur 20.maí 2024
433Sport

Mígandi tap hjá United í upphafi árs

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 18. júní 2021 15:30

Ed Woodward ,framkvæmdastjóri Manchester United/GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Manchester United tapaði 27,1 milljón punda á fyrsta ársfjórðungi ársins 2021. Helst ástæðan er sú staðreynd að áhorfendur voru ekki á vellinum vegna COVID-19.

Um er að ræða tímabilið frá 1 janúar til loka mars en tekjur félagsins voru 27,5 milljónum punda minni en á sama tíma árið á undan.

Tekjur á leikdegi fóru úr því að vera 29,1 milljón punda í það að vera 1,6 milljón punda. Þá lækkuðu tekjur frá styrktaraðilum einnig.

Fleiri leiki í beinni útsendingu sáu til þess að tapið var ekki meira, flest félög hafa blætt mikið vegna COVID-19 en vonir standa til að ástandið verði eðlilegt á næstu leiktíð.

„Fjarvera stuðningsmanna hefur sannað að þeir eru lífið og sálin í félaginu,“ sagði Ed Woodward stjórnarformaður félagsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Sjáðu stórkostlegt mark Caicedo í dag – Skoraði frá miðju

Sjáðu stórkostlegt mark Caicedo í dag – Skoraði frá miðju
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Reynsluboltarnir munu framlengja við Real Madrid

Reynsluboltarnir munu framlengja við Real Madrid