Sport

Dag­skráin: Pepsi Max-deildin fer af stað, Domin­os-deild og Olís-deild kvenna ásamt ítalska, spænska og svo miklu meira

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Hilmar Árni Halldórsson mætir sínum gömlu félögum í Leikni Reykjavík í kvöld.
Hilmar Árni Halldórsson mætir sínum gömlu félögum í Leikni Reykjavík í kvöld. Vísir/Bára

Það er rosaleg dagskrá á Stöð 2 Sport í dag. Vorið er komið og það eru íþróttir á dagskrá frá morgni til kvölds.

Stöð 2 Sport

Klukkan 13.20 er leikur Stjörnunnar og ÍBV í Olís-deild kvenna í handbolta á dagskrá. Hörkuleikur í Garðabænum. Klukkan 16.45 hefst svo Seinni bylgjan – karla. Þar verður farið yfir allt það helsta sem gerðist í vikunni í Olís-deild karla.

Klukkan 18.30 hefst Pepsi Max Upphitun þar sem hitað verður upp fyrir leiki kvöldsins. Klukkan 19.05 hefst svo útsending fyrir leik Stjörnunnar og Leiknis Reykjavíkur í Pepsi Max-deild karla.

Klukkan 21.15 er svo Pepsi Max Stúkan á dagskrá.

Stöð 2 Sport 2

Klukkan 11.25 hefst leikur Sheffield Wednesday og Nottingham Forest í ensku B-deildinni. Klukkan 16.25 er leikur Huesca og Real Sociedad á dagskrá. Klukkan 18.55 er Real Madrid gegn Osasuna á dagskrá.

Klukkan 02.00 mætast LA Clippers og Denver Nuggets í NBA-deildinni í körfubolta.

Stöð 2 Sport 3

Hellas Verona tekur á móti Spezia í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, klukkan 12.55. Klukkan 15.55 er svo leikur Crotone og toppliðs Inter Milan á dagskrá. Klukkan 18.40 er leikur AC Milan og Benevento á dagskrá.

Stöð 2 Sport 4

Klukkan 12.50 hefst útsending fyrir leik Þróttar Reykjavíkur og Víkings Ólafsvíkur í Mjólkurbikar karla í knattspyrnu. Bæði lið leika í Lengjudeildinni í sumar og má reikna með hörku leik.

Klukkan 16.50 er komið að leik Hauka og Vals í Dominos-deild kvenna í körfubolta. Hörkuleikur framundan í Hafnafirði.

Klukkan 19.05 hefst útsending fyrir leik Fylkis og FH í Pepsi Max.

Stöð 2 Golf

Klukkan 12.30 hefst Tenerife Open en það er hluti af Evrópumótaröðinni í golfi. Klukkan 17.00 hefst Valspar Championship-mótið en það er hluti af PGA-mótaröðinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×