Færeyjar upp um deild - Helgi sat eftir

Færeyingurinn Hallur Hansson í vináttulandsleik gegn Danmörku í síðasta mánuði.
Færeyingurinn Hallur Hansson í vináttulandsleik gegn Danmörku í síðasta mánuði. AFP

Færeyjar eru komnar upp í C-deild Þjóðadeildar UEFA í knattspyrnu eftir 1:1-jafntefli gegn Möltu á útivelli í kvöld. Færeyingum dugði jafntefli en ekki tap til að vinna riðilinn sinn og lentu þeir undir snemma í síðari hálfleik.

Varamaðurinn Ari Mohr Jonsson jafnaði hins vegar metin á 70. mínútu og kreisti fram jafntefli fyrir Færeyinga sem unnu riðilinn og tryggðu sér sæti í C-deildinni á næsta tímabili. Þeir enda á toppnum með 12 stig en Malta er í öðru sætinu með níu. Tveir leikmenn sem spila á Íslandi voru á varamannabekk Færeyinga og komu ekki við sögu í kvöld. Gunnar Nielsen, markvörður FH, og Kaj Leo í Bartalsstovu, sóknarmaður Íslandsmeistara Vals.

Liechtenstein tókst hins vegar ekki að komast upp um deild og verður því áfram í D-deildinni. Liðið gerði 1:1-jafntefli gegn Gíbraltar á útivelli í síðasta leik landsliðsþjálfarans Helga Kolviðssonar sem hættir með liðið um áramótin.

Helgi Kolviðsson.
Helgi Kolviðsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka