Ölgerðin verði sjálfbært fyrirtæki

Ölgerðin Egill Skallagrímsson er að Grjóthálsi.
Ölgerðin Egill Skallagrímsson er að Grjóthálsi. mbl.is/Júlíus Sigurjónsson

Ölgerðin er eitt af fimm íslenskum félögum sem hafi skuldbundið sig til að vinna eftir markmiðum um sjálfbærni byggðum á vísindalegum grunni. Ölgerðin hefur fengið markmið sín samþykkt af samtökunum SBTi, samkvæmt tilkynningu frá Ölgerðinni.

Fyrirtækið ætlar að bæta ferla út frá hringrásarhagkerfinu meðal annars með því að draga úr sóun, létta plastumbúðir, auka endurunnið PET í plastflöskur, minnka kolefnisspor umbúða, auka framleiðslu drykkja innanlands og endurnýta glatvarma frá gufukerfum.

Í nýrri sjálfbærniskýrslu Ölgerðarinnar er stefnu fyrirtækisins til ársins 2024 lýst og stendur þar að daglega verði unnið í umbótarverkefnum. Einnig kemur fram upplýsingar um vistferilsgreiningu EFLU verkfræðistofu um áhrif innlendrar framleiðslu drykkjavara í stað þess að flytja þá inn. Í niðurstöðunni segir að munurinn á kolefnislosun sé allt að 589 prósent.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert