fbpx
Laugardagur 18.maí 2024
Fréttir

Sólrún Alda lýsir afleiðingum brunans mikla í Mávahlið: „Það voru engar eldvarnir“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 3. desember 2021 12:21

Skjáskot úr myndbandi HMS

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sólrún Alda Waldorf brenndist alvarlega fyrir tveimur árum þegar eldur kom upp í íbúð í Mávahlíð í Reykjavík. Hún tekur þátt í árlegu eldvarnarátaki Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS) og Landssambands slökkviliðsmanna þar sem hún hvetur fólk til að sinna eldvörnum.

HMS hefur birt viðtal við Sólrúnu þar sem hún ræðir slysið.

Þá var rætt við Sólrúnu um málið í Kastljósi í gærkvöldi.

Sólrún segir frá því að hafa farið að sofa eitt kvöldið og vaknað þremur vikum seinna á sjúkrahóteli í Svíþjóð. Um nóttina hafði kviknað í út frá olíu við eldun og segir hún að það hefði verið hægt að slökkva eldinn með slökkvitæki. Engar eldvarnir voru í íbúðinni, hvorki reykskynjarar, eldvarnarteppi eða slökkvitæki. „Það voru engar eldvarnir.“

Um 30% af líkama hennar hafði brunnið, þar með talið andlitið, og fór hún í margar húðígræðslur.

Hér má horfa á myndbandið í heild sinni en þar er einnig rætt við tvo slökkviliðsmenn sem komu á vettvang um hvernig aðstæður voru.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Þorgerður Katrín las Bjarna pistilinn: „Ég vil hvetja fólk til þess að skoða heimabankann hjá sér“

Þorgerður Katrín las Bjarna pistilinn: „Ég vil hvetja fólk til þess að skoða heimabankann hjá sér“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Öryggisverðir fylgja Bjarna hvert fótmál

Öryggisverðir fylgja Bjarna hvert fótmál
Fréttir
Í gær

Par braut rúðu í fjölbýlishúsi

Par braut rúðu í fjölbýlishúsi
Fréttir
Í gær

Langveik ung kona fékk liðsauka í barningi sínum við Sjúkratryggingar – Sögð hafa þurft samþykki stofnunarinnar fyrir aðgerð sem læknir sagði nauðsynlega

Langveik ung kona fékk liðsauka í barningi sínum við Sjúkratryggingar – Sögð hafa þurft samþykki stofnunarinnar fyrir aðgerð sem læknir sagði nauðsynlega
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tommi ómyrkur í máli: Þetta er fólkið sem sagði nei – Banvænt aðgerðarleysi ríkisstjórnarinnar

Tommi ómyrkur í máli: Þetta er fólkið sem sagði nei – Banvænt aðgerðarleysi ríkisstjórnarinnar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigmundur segir skemmdarverk framið á íslenskri tungu og nefnir fjölmörg dæmi

Sigmundur segir skemmdarverk framið á íslenskri tungu og nefnir fjölmörg dæmi