NATO muni bregðast við áhyggjum Tyrkja

Framkvæmdastjóri NATO vonar að ríkin nái sáttum.
Framkvæmdastjóri NATO vonar að ríkin nái sáttum. AFP

NATO mun bregðast við þeim áhyggjum sem Tyrkland hefur lýst yfir, er varðar aðild Svía og Finna að Atlantshafsbandalaginu, að sögn Jens Stoltenbergs, framkvæmdastjóra NATO.

Leitað verði leiða til að koma á sáttum milli Tyrklands og umsóknarríkjanna, Svíþjóðar og Finnlands. 

Stoltenberg tjáði sig um málið á blaðamannafundi í Kaupmannahöfn í dag. 

Tyrklandsforseti lýsti því yfir á dögunum að hann myndi ekki samþykkja aðildarumsókn Svíþjóðar og Finnlands, en fyrir liggur að samþykki allra 30 aðildarríkja NATO þarf til þess að ný ríki fái inngöngu í Bandalagið. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert