Yfirmaður hernaðarmála látinn fara

Luiz Inacio Lula da Silva, forseti Brasilíu.
Luiz Inacio Lula da Silva, forseti Brasilíu. AFP/Douglas Magno

Luiz Inacio Lula da Silva, forseti Brasilíu, hefur látið Julio Cesar de Arruda, yfirmann hernaðarmála, fara í kjölfar þess að umfangsmikil árás var gerð á þinghúsið í landinu til að mótmæla embættistöku Lula.

Aluda tók við embættinu þann 30. desember og hafði því einungis sinnt því í rúma viku áður en árásin átti sér stað. Tomas Ribeiro Paiva mun kom í hans stað.

Þúsundir tóku þátt í mótmælunum

Lula tók form­lega við embætti for­seta Bras­il­íu 1. janú­ar, en hann sigraði for­vera sinn, Bol­son­aro, í for­seta­kosn­ing­um í októ­ber. 

Sunnudaginn 8. desember réðust þúsundir stuðningsmanna Bolsonaro inn í þinghúsið, hæstarétt alndsins og forsetahöllina til að mótmæla embættistökunni. Nokkur hundruð manns voru handtekin í kjölfarið.

Ríkissaksóknari Brasilíu hefur óskað eftir því að Bolsonari verði einnig rannsakaður. 

https://www.mbl.is/frettir/erlent/2023/01/14/bolsonaro_hluti_af_rannsokninni/

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka