Una opnar sig um fjölkæra sambandið

Una Healy, David Haye og Sian Osborne í fríi í …
Una Healy, David Haye og Sian Osborne í fríi í Marokkó í ársbyrjun. Skjáskot/Instagram

Söngkonan Una Healy opnaði sig á dögunum um hið margumrædda fjölkæra samband með fyrrverandi hnefaleikakappanum David Haye og fyrirsætunni Sian Osborne. 

Í ársbyrjun vakti sambandið mikla athygli í fjölmiðlum eftir að Haye deildi mynd af sér með Healy og Osborne þar sem þau voru stödd í fríi í Marokkó. 

Segist hafa verið „plötuð“ í sambandið

Nú hefur Healy opnað sig um sambandið í hlaðvarpsþættinum My Therapist Ghosted Me, en heldur því fram að hún hafi aldrei verið partur af fjölkæru sambandi. Hún segist einungis hafa verið í sambandi með Haye og að hann hafi verið í sambandi með Osborne á sama tíma.

Healy segir Haye hafa „platað“ sig í sambandið og hafi viljað ýta undir þá frásögn að þau væru í fjölkæru sambandi. „Í sambandi með honum er rétta hugtakið því þannig var það, þetta var ekki fjölkært samband. Við áttum yndislegt samband,“ sagði söngkonan.

Healy og Haye kynntust á stefnumótaforriti, en hún segir Haye fljótt hafa viðurkennt fyrir sér að hann hefði ekki trú á hið hefðbundna samband milli tveggja einstaklinga. Hún segir sambandið hafa verið frjálslegt til að byrja með og ekki alvarlegt, en Haye hafi alltaf verið heiðarlegur og viðurkennt að hún væri ekki eina konan sem hann væri að hitta. 

Hættu saman eftir fríið

Í hlaðvarpinu útskýrir Healy að hún hafi aldrei verið í fjölkæru sambandi og vilji það ekki. Hún hafi vissulega farið í frí með Haye og Osborne, en hefðu ekki verið öll í sambandi. „Hún er ekki kærastan mín, hann er kærastinn okkar beggja,“ útskýrði hún.

Eftir ferðalagið fór orðrómur af stað um að þau væru í fjölkæru sambandi, en hún segir Haye hafa ýtt undir þann orðróm. Hún ákvað í kjölfarið að segja skilið við Haye.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant