Smit kom upp í Hofsstaðaskóla

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra ávarpar nemendur í Hofsstaðaskóla fyrir tveimur árum.
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra ávarpar nemendur í Hofsstaðaskóla fyrir tveimur árum. mbl.is/Árni Sæberg

Einn nemandi í Hofsstaðaskóla í Garðabæ greindist með kórónuveirusmit á sunnudag.

Fyrir vikið var ákveðið að setja fyrsta og annan bekk skólans í úrvinnslusóttkví, ásamt starfsmönnum í skólanum. Yfir 140 nemendur eru í bekkjunum tveimur og starfsmennirnir eru 15 til 20 talsins.

Ástæðan fyrir því að báðir árgangarnir eru í sóttkví er að þeir blönduðust saman í frístundaheimili og liggur starfsemi þess því niðri, að sögn Huldu Hauksdóttur, upplýsingastjóra Garðabæjar. Gert er ráð fyrir því að frístundaheimilið opni aftur í lok vikunnar ef allt gengur að óskum. Nemendurnir eru væntanlegir aftur úr sóttkví á föstudaginn, ásamt starfsfólkinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert