Er Rúrik á leiðinni í Eurovision?

Er Rúrik Gíslason á leið í Eurovision?
Er Rúrik Gíslason á leið í Eurovision? Samsett mynd

„Hvað get­ur þessi maður ekki gert?“ er spurt í grein sem birt­ist á þýska slúðurmiðlin­um In Touch, en þar er fyrr­ver­andi knatt­spyrnumaður­inn og IceGuys-stjarn­an Rúrik Gísla­son orðaður við Eurovisi­on 2024.

„Fót­bolti, dans, söng­ur, hvað er næst? Rúrik Gísla­son hef­ur sannað að hann er sann­kölluð al­hliða stjarna. Hjar­ta­knús­ar­inn gladdi aðdá­end­ur sína stuttu fyr­ir ára­mót með til­finn­ingaþrungnu mynd­bandi þar sem hann flutti lag á móður­máli sínu, ís­lensku, fyr­ir fram­an áhorf­end­ur í beinni. Stráka­hljóm­sveit hans IceGuys hef­ur líka slegið í gegn. Það seg­ir sig því sjálft að aðdá­end­ur munu vilja sjá þenn­an hæfi­leika­ríka mann í Eurovisi­on í ár. Mun hann vera full­trúi Íslands í Eurovisi­on?“ er skrifað í grein­inni.

Þá er Rúrik ekki sá eini sem er orðaður við Eurovisi­on í ár, held­ur öll stráka­sveit­in IceGuys. „Á ís­lensku fá menn­irn­ir fimm hjörtu aðdá­enda sinna til að slá hraðar – svo hratt að þeir eru nú sagðir lík­leg­ir kepp­end­ur fyr­ir Íslands hönd í Eurovisi­on 2024. Að minnsta kosti vilja sum­ir aðdá­end­ur þeirra á In­sta­gram það,“ er út­skýrt. 

„Þú átt heima á stóra sviðinu“

„Rúrik, ég vona að þú eða IceGuys keppi í Eurovisi­on. Þú átt heima á stóra sviðinu,“ skrifaði einn aðdá­enda hans á meðan aðrir spurðu: „Ertu til­bú­inn fyr­ir Eurovisi­on 2024?“

Rúrik er margt til list­anna lagt, en hann á glæst­an fót­bolta­fer­il að baki þar sem hann spilaði í Englandi, Dan­mörku, Þýskalandi og með ís­lenska landsliðinu. Síðan þá hef­ur hann einnig starfað sem fyr­ir­sæta, áhrifa­vald­ur, dans­ari, söngv­ari og leik­ari.

Nú síðast í morg­un vann hann sirku­skeppni í þýska sjón­varpsþætt­in­um Stars in the Menè­ge með brotna hönd! 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Steingeit

Sign icon Þú kemst á snoðir um leyndarmál, sem best er að ekki sé hreyft við. Aðrir sjá mann oft greinilegar en maður sér sjálfan sig.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Steingeit

Sign icon Þú kemst á snoðir um leyndarmál, sem best er að ekki sé hreyft við. Aðrir sjá mann oft greinilegar en maður sér sjálfan sig.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar