Walker til Mílanó - Conte vill Garnacho - Araujo vill komast burt frá Barcelona sem fyrst
   mið 10. júlí 2024 17:00
Elvar Geir Magnússon
„Ég myndi ekki borga eina milljón punda fyrir hann í dag“
Mudryk hefur skorað fimm mörk og átt fjórar stoðsendingar í 46 úrvalsdeildarleikjum fyrir Chelsea.
Mudryk hefur skorað fimm mörk og átt fjórar stoðsendingar í 46 úrvalsdeildarleikjum fyrir Chelsea.
Mynd: Getty Images
Frank Lebouf fyrrum leikmaður Chelsea kallar eftir því að félagið losi sig við úkraínska vængmanninn Mykhailo Mudryk.

Mudryk gekk í raðir Chelsea frá Shaktar Donetsk í janúar 2023 fyrir 88 milljónir punda. Hann hefur engan veginn staðið undir verðmiðanum.

„Mudryk hefur ekki neitt verðmæti lengur. Þetta er töpuð barátta. Hann er svo hrár og er ekki að taka neinum framförum, sama hver stjórinn er," segir Lebouf.

Mudryk hefur skorað fimm mörk og átt fjórar stoðsendingar í 46 úrvalsdeildarleikjum fyrir Chelsea.

„Hver vill kaupa Mudryk í dag? Ég myndi ekki borga 10 milljónir punda fyrir hann, ég myndi reyndar ekki einu sinni kaupa hann fyrir eina milljón. Því ættir þú að vilja eyða pening í leikmann sem skilar engu."

„Hann hefur verið hérna í átján mánuði og ég veit að þetta hefur verið erfitt vegna ástandsins í heimalandi hans. En ég er hræddur um að Chelsea hafi keypt köttinn í sekknum og verða að losa sig við hann."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner