Innlent

Þau sóttu um stöðu bæjar­stjóra í Mos­fells­bæ

Atli Ísleifsson skrifar
Nýr meirihluti í Mosfellsbæ ákvað að auglýsa stöðu bæjarstjóra í Mosfellsbær.
Nýr meirihluti í Mosfellsbæ ákvað að auglýsa stöðu bæjarstjóra í Mosfellsbær. Vísir/Vilhelm

Alls sóttu þrjátíu um stöð­una bæjarstjóra í Mosfellsbæ sem auglýst var laust til umsóknar á dögunum. Fimm drógu um­sókn­ir sín­ar til baka. Nýr bæjarstjóri mun taka við stöðunni af Haraldi Sverrissyni sem gengdi stöðunni síðustu fimmtán árin. Í hópi umsækjanda er fjöldi einstaklinga sem hafa gegnt stöðu bæjar- eða sveitarstjóra í öðrum sveitarfélögum.

Listi yfir umsækjendur hefur verið birtur á vef Mosfellsbæjar, en það voru Framsóknarflokkurinn, Samfylkingin og Viðreisn sem komust að samkomulagi um myndun meirihluta eftir sveitarstjórnarkosningar í maí. 

Í hópi umsækjenda eru Regína Ásvaldsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar, Gísli Hall­dór Hall­dórs­son, fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar, Gylfi Þór Þor­steins­son aðgerðarstjóri, Karl Ótt­ar Pét­urs­son, fyrrverandi bæjarstjóri Fjarðabyggðar, Kristján Sturlu­son, fyrrverandi sveitarstjóri Dalabyggðar, Kristján Þór Magnús­son, fyrrverandi sveitarstjóri Norðurþings, Matt­hild­ur Ásmund­ar­dótt­ir, fyrrverandi sveitarstjóri Sveitarfélagsins Hornafjarðar og Þór­dís Sif Sig­urð­ar­dótt­ir, fyrrverandi sveitarstjóri Borgarbyggðar.

Að neðan má sjá lista yfir umsækjendur:

  • Árni Jóns­son – For­stöðu­mað­ur
  • Gísli Hall­dór Hall­dórs­son – Fyrrv. bæj­ar­stjóri
  • Glúm­ur Bald­vins­son – Leið­sögu­mað­ur
  • Gunn­ar Hinrik Haf­steins­son – Meist­ara­nemi
  • Gunn­laug­ur Sig­hvats­son – Ráð­gjafi
  • Gylfi Þór Þor­steins­son – Að­gerða­stjóri
  • Helga Ing­ólfs­dótt­ir – Bæj­ar­full­trúi
  • Ingólf­ur Guð­munds­son – For­stjóri
  • Jón Eggert Guð­munds­son – Kerf­is­stjóri
  • Jóna Guð­rún Krist­ins­dótt­ir – Verk­efna­stjóri
  • Karl Ótt­ar Pét­urs­son – Lög­mað­ur
  • Krist­inn Óð­ins­son – Fjár­mála­stjóri
  • Kristján Sturlu­son – Bæj­ar­stjóri
  • Kristján Þór Magnús­son – Fyrrv. sveit­ar­stjóri
  • Lína Björg Tryggva­dótt­ir – Skrif­stofu­stjóri
  • Matt­hild­ur Ásmund­ar­dótt­ir – Fyrrv. sveit­ar­stjóri
  • Ólaf­ur Dan Snorra­son – Rekstr­ar- og starfs­manna­stjóri
  • Ósk­ar Örn Ág­ústs­son – Fjár­mála­stjóri
  • Regína Ás­valds­dótt­ir – Sviðs­stjóri
  • Sig­urð­ur Erl­ings­son – Stjórn­ar­formað­ur
  • Sig­urð­ur Ragn­ars­son – Fram­kvæmda­stjóri
  • Sig­ur­jón Nói Rík­harðs­son – Nemi
  • Þor­steinn Þor­steins­son – Deild­ar­stjóri
  • Þór­dís Sif Sig­urð­ar­dótt­ir – Lög­fræð­ing­ur
  • Þór­dís Sveins­dótt­ir – Lána­stjóri

Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×