Fá að vera á vellinum þrátt fyrir sóttkví

Erik Hamrén og Freyr Alexandersson verða á vellinum.
Erik Hamrén og Freyr Alexandersson verða á vellinum. mbl.is/Kristinn Magnússon

Erik Hamrén og Freyr Alexandersson, þjálfarar íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, hafa fengið leyfi hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra til þess að vera í glerbúri fyrir ofan stúkuna á Laugardalsvellinum meðan á leik Íslands og Belgíu stendur í Þjóðadeildinni annað kvöld, þrátt fyrir að vera í sóttkví vegna smits hjá starfsmanni sambandsins. 433.is greinir frá. 

Hamrén og Freyr munu að öllum líkindum stýra liðinu í gegnum samskiptabúnað, en KSÍ hefur ekki enn staðfest hverjir verða á hliðarlínunni í fjarveru þeirra. 

Eins og mbl.is greindi frá fyrr í dag smitaðist Þorgrímur Þráinsson, starfsmaður KSÍ, og þurftu flestir stafsmenn KSÍ að fara í sóttkví fyrir vikið. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert