Nýir eiginleikar á Discord

Grafík/Discord

Spjallrásarforritið Discord hefur störf með streymisveitunni YouTube eftir að vinsæl smáforrit innan Discord sem gerðu notendum kleift að hlusta saman á tónlist í miðju símtali voru tekin niður.

Auglýsingar kunna að herja á notendur

Samstarfið á milli Discord og YouTube mun bjóða notendum upp á samhorf (e.Watch Together) en helsti munurinn á samhorfinu og smáforritum á borð við Groovy er sá að í gegnum samhorfið verða auglýsingar spilaðar á milli laga. Discord lætur notendur vita af auglýsingum áður en eiginleikinn er prófaður.

Skjáskot/Discord

Hægt að spila smáleiki og horfa á myndbönd saman

Auk samhorfsins munu smáleikir innan forritsins verða aðgengilegir og geta notendur þá spilað saman á rásinni leiki eins og kapal.

Discord er nú þegar byrjað að prófa eiginleikana á ákveðnum rásum en eru þeir nauðalíkir streymiseiginleikanum sem Discord býður nú þegar upp á, þar sem notendur geta streymt og deilt skjánum sínum með spjallrásarvinum sínum. 

Rásarstjórnendur geta raðað upp myndböndum sem spilast síðan í símtalinu og jafnframt veitt öðrum einstaklingum á rásinni leyfi til þess að bæta við myndböndum á listann. Samhorfið býður upp á nákvæmari boðskipanir í gegnum YouTube heldur en smáforrit eins og Groovy og Rythm.

Skjáskot/Discord

Hægt að prófa á tilraunarrásum Discords

Óhætt er að segja að forritið sé að taka á sig nýja mynd og spennandi verður að fylgjast með hvernig viðbrögð notenda verða í kjölfar breytinganna. Tilraunarásir með nýju eiginleikunum eru aðgengilegar fyrir almenning og má nálgast boðhlekkinn hér

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert