Á ekki að vera auðvelt

Ágúst Guðmunds­son leikstjóri tók á móti heiður­sverðlaun­um í gær.
Ágúst Guðmunds­son leikstjóri tók á móti heiður­sverðlaun­um í gær. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Ég ætla ekkert að þykjast vera ógurlega hissa. En jú, ég hlýt að líta á þetta sem viðurkenningu á ævistarfinu og það er alltaf mjög gleðilegt þegar fólk kann að meta það sem maður gerir,“ segir Ágúst Guðmundsson kankvíslega aðspurður hvort verðlaunin hafi komið honum á óvart og hvaða þýðingu þau hafi.

Á svona tímamótum er venja að líta yfir farinn veg og hann er spurður hvað standi upp úr á þeim rúmu fjörutíu árum sem hann á að baki í kvikmyndagerð.

„Ég er helst hissa á hversu óskaplega duglegur ég var fyrsta áratuginn, sem hófst með Landi og sonum. Þarna geri ég fjórar kvikmyndir og tvær erlendar sjónvarpsseríur auk sjónvarpsefnis hér heima. Land og synir er frumsýnd 25. janúar 1980 og við vorum að vona að hún fengi að minnsta kosti 40 þúsund áhorfendur. Við fengum tvöfalt það og meira til. Upp úr 1990 var ég kominn mikið í sjónvarpsverkefni og einhverra hluta vegna varð mjög langt hlé á bíómyndagerðinni og þegar ég hugsa um það þá var það hlé óþarflega langt. Heil 14 ár þar sem ég geri ekki bíómynd þótt ég hafi alltaf verið með hugann við það. Það var svona eitt og annað sem gerðist sem kom í veg fyrir það enda er það ekki alltaf auðvelt – og á ekki að vera auðvelt – að koma bíómynd á koppinn.“

Nánari umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú stendur allt og fellur með því að þú sért þolinmóður og berir þig með reisn. Reyndu að vinna í góðum skorpum og hvíla þig inn á milli - þannig kemurðu meiru í verk.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú stendur allt og fellur með því að þú sért þolinmóður og berir þig með reisn. Reyndu að vinna í góðum skorpum og hvíla þig inn á milli - þannig kemurðu meiru í verk.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir