Sá fyrsti síðan Larry Bird

Jayson Tatum
Jayson Tatum AFP

Jayson Tatum skellti sér í sögubækurnar er hann skoraði 53 stig fyrir Boston Celtics í 145:136-sigri gegn Minnesota Timberwolves í NBA-deildinni í körfuknattleik í nótt.

Ekki bara varð Tatum, 23 ára, yngsti leikmaðurinn í sögu Boston til að skora yfir 50 stig í einum leik heldur einnig sá fyrsti til að gera það fyrir liðið síðan goðsögnin Larry Bird sem spilaði með Boston á árunum 1979 til 1992.

Sigurinn reyndist torsóttur fyrir Boston sem situr í 7. sæti austurdeildarinnar en lið Minnesota er á botni vesturdeildarinnar. Karl-Anthony Towns skoraði 30 stig og tók 12 fráköst fyrir gestina er leikurinn fór alla leið í framlengingu.

Úrslitin í nótt
Orlando  Indiana 106:111
Boston  Minnesota 145:136 e.f.
New York  Memphis 133:129 e.f.
Atlanta  Chicago 120:108
New Orleans  Philadelphia 101:94
Denver  San Antonio 121:119
Milwaukee  Charlotte 119:127
Golden State  Washington 107:110
LA Clippers  Houston 126:109

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert