Urmull af tækifærum

Davíð Torfi Ólafsson, forstjóri Íslandshótela, segir að það sé urmull af tækifærum í íslenskri ferðaþjónustu. Spurður hvaða áherslur honum finnist að stjórnvöld og aðrir eigi að leggja áherslu á í markaðsetningu Íslands sem áfangastaðar segir hann að mikilvægt sé að vanda til verka og gera vel.

Davíð Torfi ræðir um skráninguna, starfsemi hótelsins, tækifærin í ferðaþjónustunni og fleira í þætti Dagmála sem sýndur er á mbl.is.

Fosshótel í Borgartúni sem reist var árið 2015.
Fosshótel í Borgartúni sem reist var árið 2015. mbl.is/Árni Sæbert


„Það er mikið talað um betur borgandi ferðamenn og ég tel að við ættum ekki að velta okkur upp úr því að telja hausana. Við eigum að einblína á að gesturinn eigi að vera ánægður þegar hann kemur frá landinu,“ segir Davíð og bendir á að Ísland sé ekki ódýr áfangastaður.

„Við eigum að uppfylla væntingar gesta en ef við gerum það þá segja þeir frá sinni jákvæðu reynslu af landinu og með því móti getum við treyst því að vera í áframhaldandi vexti,“ segir hann.

PepsiCo hættir ekki að auglýsa

Hann bendir á að ósennilegt sé að vöxturinn verði jafnmikill og á árunum fyrir faraldur þegar hann nam 40% milli ára.

„Heilbrigður ársvöxtur sem gerist á heimsvísu er eitthvað sem við horfum til í markaðsetningu á landinu. Stjórnvöld þurfa að skoða þetta með fagfólkinu í greininni og halda þessu við. PepsiCo hættir ekki að auglýsa eftir vel heppnaða herferð. Það þýðir bara ekki að henda í eina herferð og láta þar við sitja,“ segir Davíð Torfi.

Áskrifendur geta séð þáttinn í heild sinni hér fyrir neðan.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK