Vatíkanið þurfi að gera betur í fjármunabrotum

Af vikulegri athöfn í Vatíkaninu.
Af vikulegri athöfn í Vatíkaninu. AFP

Dómskerfi Vatíkansins er ekki fært um að taka á þeim fjölda fjármunabrota sem eru framdir í lögsögu smáríkisins. Þetta er niðurstaða nýrrar skýrslu Evrópuráðsins.

Sérfræðinefnd Evrópuráðs sem leggur mat á aðgerðir gegn peningaþvætti lagði til að dómsmálaráðuneyti Frans páfa réði inn fleiri saksóknara með raunverulega reynslu af fjármunaglæpum.

Mannekla í rannsóknarteymum

Skýrslan benti einnig á manneklu innan rannsóknar- og dómskerfa Vatíkansins og vísaði þar til áralangra málaferla yfir fyrrum yfirmanni banka Vatíkansins.

Skýrslan benti þó einnig á jákvæðar hliðar fjársýslu Vatíkansins, og benti þar meðal annars á skilvirkar aðgerðir til að sporna við peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverkasamtaka.

Páfastóll fagnaði skýrslunni og kvaðst ætla að halda áfram að vinna eftir ýtrustu alþjóðlegu stöðlum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka