Lykilmaður Gróttu skrifar undir nýjan samning

Einar Baldvin Baldvinsson.
Einar Baldvin Baldvinsson. Ljósmynd/Sigfús Gunnar

Markvörðurinn Einar Baldvin Baldvinsson hefur skrifað undir nýjan samning við handknattleiksdeild Gróttu og mun leika með liðinu út tímabilið 2024 hið minnsta.

Einar Baldvin gekk til liðs við Gróttu sumarið 2021 og hefur síðan þá leikið virkilega vel. Það eru því frábærar fréttir fyrir félagið að Einar hafi ákveðið að vera áfram.

Grótta er í 9. sæti Olísdeildar karla með átta stig eftir tíu leiki. Liðið heimsækir KA til Akureyrar seinna í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert