5. umferð: Emil í 50, Andri í fjórum deildum, þrír með 100. leik

Emil Atlason skallar boltann af fítonskrafti í mark Skagamanna.
Emil Atlason skallar boltann af fítonskrafti í mark Skagamanna. mbl.is/Eyþór Árnason

Emil Atlason, framherji Stjörnunnar og markakóngur Bestu deildarinnar 2023, skoraði sitt 50. mark í efstu deild þegar Garðbæingar unnu Skagamenn 4:1 á sunnudaginn.

Þar af eru 34 mörk fyrir Stjörnuna þar sem hann deilir nú þriðja sætinu á markalistanum í efstu deild ásamt Guðjóni Baldvinssyni, tíu fyrir KR, þrjú fyrir HK, tvö fyrir Val og eitt fyrir Þrótt í Reykjavík. Emil er 63. leikmaðurinn í sögu deildarinnar sem nær að skora 50 mörk en af þeim leika tíu í deildinni á þessu tímabili.

Andri Rúnar Bjarnason skoraði tvö fyrstu mörk sín fyrir Vestra í deildinni í ósigri gegn FH, 3:2, í Kaplakrika. Þar með hefur hann skoraði fyrir Vestra (áður BÍ/Bolungarvík) í fjórum deildum en hann skoraði 20 mörk í 3. deild, 27 mörk í 2. deild og 15 mörk í 1. deild fyrir BÍ/Bolungarvík á árunum 2006-2014.

Andri Rúnar Bjarnason fagnar öðru marka sinna fyrir Vestra gegn …
Andri Rúnar Bjarnason fagnar öðru marka sinna fyrir Vestra gegn FH. mbl.is/Eyþór Árnason

Patrick Pedersen er orðinn einn í fjórða sætinu yfir markahæstu leikmenn efstu deildar karla frá upphafi. Hann skoraði sitt 102. mark í deildinni í gærkvöld þegar Valsmenn lögðu Breiðablik, 3:2, og fór þar með einu marki upp fyrir þá Guðmund Steinsson og Steven Lennon sem skoruðu 101 mark hvor.

Oliver Ekroth, sænski miðvörðurinn hjá Víkingi, lék sinn 250. deildaleik á ferlinum þegar meistararnir töpuðu óvænt fyrir HK, 3:1. Ekroth á að baki 196 leiki í sænsku deildakeppninni fyrir Degerfors, Kristianstad, Västerås og Sandviken og er kominn með 54 leiki fyrir Víking.

Hákon Ingi Jónsson, framherji HK, lék sinn 100. leik í efstu deild gegn Víkingi. Af þessum leikjum eru 81 fyrir Fylki, 17 fyrir ÍA og nú tveir fyrir HK.

Orri Sveinn Stefánsson Segatta, varnarmaður Fylkis, lék sinn 100. leik í efstu deild þegar Árbæjarliðið tapaði 2:1 fyrir Fram í Úlfarsárdal. Allir 100 leikirnir eru fyrir Fylki.

Viktor Karl Einarsson úr Breiðabliki varð þriðji leikmaðurinn í umferðinni til að spila sinn 100. leik en hann náði þeim áfanga í gærkvöld þegar Blikar biðu lægri hlut fyrir Val, 3:2.

Arnþór Ari Atlason jafnaði markamet HK í efstu deild þegar hann skoraði þriðja mark Kópavogsliðsins í sigrinum á Víkingi, 3:1. Arnþór deilir nú markametinu með Atla Arnarsyni en þeir hafa nú skorað 15 mörk hvor fyrir félagið.

Haraldur Einar Ásgrímsson skoraði sitt fyrsta mark í efstu deild þegar hann jafnaði fyrir Fram gegn Fylki. Þetta var hans 45. leikur í deildinni.

Haraldur Einar Ásgrímsson skorar sitt fyrsta mark í efstu deild.
Haraldur Einar Ásgrímsson skorar sitt fyrsta mark í efstu deild. Ljósmynd/Kristinn Steinn

Magnús Arnar Pétursson skoraði einnig sitt fyrsta mark í efstu deild fyrir HK þegar liðið vann Víking. Þetta var hans fjórði leikur.

Friðrik Þór Hjaltason úr Vestra, Guðmar Gauti Sævarsson úr Fylki, Haukur Örn Brink úr Stjörnunni, Pálmi Rafn Arinbjörnsson úr Víkingi og Sigurpáll Sören Ingólfsson úr KR léku sinn fyrsta leik í efstu deild í fimmtu umferðinni.

Úrslit­in í 5. um­ferð:
FH - Vestri 3:2
KA - KR 1:1
Stjarn­an - ÍA 4:1
HK - Vík­ing­ur R. 3:1
Fram - Fylk­ir 2:1
Breiðablik - Val­ur 2:3

Marka­hæst­ir í deild­inni:
5 Vikt­or Jóns­son, ÍA
3 Atli Sig­ur­jóns­son, KR
3 Danij­el Dej­an Djuric, Vík­ingi R.
3 Gylfi Þór Sigurðsson, Val
3 Pat­rick Peder­sen, Val
3 Sigurður Bjartur Hallsson, FH
2 Andri Rúnar Bjarnason, Vestra
2 Ari Sig­urpáls­son, Vík­ingi R.
2 Aron Elís Þrándarson, Víkingi R.
2 Atli Þór Jónasson, HK
2 Ásgeir Sigurgeirsson, KA
2 Beno­ný Breki Andrés­son, KR
2 Guðmundur Baldvin Nökkvason, Stjörnunni
2 Halldór Jón Sigurður Þórðarson, Fylki
2 Hinrik Harðarson, ÍA
2 Ja­son Daði Svanþórs­son, Breiðabliki
2 Kjart­an Kári Hall­dórs­son, FH
2 Ni­kolaj Han­sen, Vík­ingi R.

Næstu leik­ir:
10.5. Stjarnan - Fram
11.5. ÍA - Vestri
11.5. Valur - KA
12.5. KR - HK
12.5. Víkingur R. - FH
12.5. Fylkir - Breiðablik

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert