Annað tækifæri til fyrstu bólusetningar

Blandað í sprautur á Suðurlandsbraut.
Blandað í sprautur á Suðurlandsbraut. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Öllum 90 ára og eldri, fæddum 1931 eða fyrr, er boðið að koma í fyrri bólusetningu við Covid-19 á Suðurlandsbraut 34 í Reykjavík á morgun, óháð því hvort þeim hafi borist sérstakt sms með boði eða ekki.

Verið er að gefa 90 ára og eldri aðra sprautu eftir að hópurinn fékk fyrri sprautuna af bóluefninu 2. febrúar. Samkvæmt boðum frá Heilsugæslunni á að nýta tækifærið til að bjóða einnig upp á fyrri lotu bólusetningar fyrir fólk.

Boðin frá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu:

Opið hús þriðjudaginn 23. febrúar á Suðurlandsbraut 34, milli kl. 9:00 og 15:00 fyrir alla fædda 1931 eða fyrr.

Bæði seinni bólusetning og fyrri bólusetning fyrir þau sem misstu af henni 2. febrúar.

Þau sem hafa fengið sms-skilaboð fylgja tímasetningu sem þar kemur fram en aðrir mæta þegar þeim hentar þennan dag.

Allir 90 ára og eldri velkomnir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert