Max lét til sín taka

Max Verstappen einbeittur á blaðamannafundi í Imola.
Max Verstappen einbeittur á blaðamannafundi í Imola. AFP

Max Verstappen á Red Bull komst loks klakklaust frá æfingu á öðrum degi kappaksturshelgarinnar í Imola og þá var ekki að sökum að spyrja, hann fór hraðast.

Það setti annars mark sitt á æfinguna að 13 ökumenn urðu að sæta útstrikun brautartíma fyrir að virða ekki brautarmörk. Þá flaug Nicholas Latifi á Williams út úr beygju um miðbik tímatökunnar og hafnaði á öryggisvegg. Var æfingin stöðvuð meðan bílbrakið var fjarlægt.

Kimi Räikkönen á Aston Martin var fyrstur til að fá útsrikun hrings en þegar æfingin var útii höfðu eftirtaldir ökumenn reynt hið sama; Mick Schumacher á Haas, Nikita Mazepin á Haas, Lando Norris á McLaren, Fernando Alonso á Alpin, Sergio Perez á Red Bull, Charles Leclerc á Ferrari, Valtteri Bottas á Mercedes, Verstappen, Yuki Tsunoda á AlphaTauri, Lewis Hamilton á Mercedes, Daniel Ricciardo á McLaren og Lance Stroll á Aston Martin.

Öðrum besta tíma æfingarinnar náði Lando  Norris á McLaren og Hamilton þeim þriðja en hann var 0,6 sekúndum á eftir Verstappen.

Röð ökumanna í fjórða til tíunda sæti varð annars sem hér segir: Sergio Perez, Charles Leclerc, Pierre Gasly á AlphaTauri, Carlos Sainz á Ferrari, Valtteri Bottas, Fernando Alonso og  Esteban Ocon á Alpine en hann var 1,3 sekúndum lengur með hringinn en Verstappen.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert