Botnliðin unnu sinn sigurinn hvort

Leikmenn Þróttar með hávörn um helgina.
Leikmenn Þróttar með hávörn um helgina. Ljósmynd/Abelu Nathans

Þróttur úr Reykjavík og Völsungur frá Húsavík áttust tvisvar við um helgina í úrvalsdeild kvenna í blaki.

Leikirnir fóru báðir fram á heimavelli Þróttar í Digranesi.

Völsungur hafði betur í fyrri leiknum, 3:1. Völsungur vann fyrstu hrinuna 28:26 en Þróttur jafnaði metin með því að vinna aðra hrinu 25:21. Völsungur vann svo næstu tvær hrinur, 25:18 og 25:16, og hrósaði því sigri.

Þróttarar hefndu fyrir tapið í seinni leiknum og höfðu betur, 3:2. Þróttur vann fyrstu hrinu 25:22 og Völsungur jafnaði metin með því að vinna aðra hrinu 25:22. Þróttur vann þriðju hrinu 25:22 en aftur jafnaði Völsungur metin, einnig með því að vinna 25:22. Úrslitahrinuna vann Þróttur hins vegar 15:13.

Leikirnir voru mjög jafnir og spennandi og tvísýnt á hvorn veginn færi allt til enda leikja.

Þetta voru fyrstu sigrar beggja liða í deildinni í vetur og sitja þau ennþá í neðstu tveimur sætum úrvalsdeildarinnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert