Innlent

Lög­regla kölluð út vegna ung­menna til leiðinda í sund­laug

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti margvíslegum útköllum í nótt.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti margvíslegum útköllum í nótt. Vísir/Vilhelm

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti ýmsum verkefnum í nótt. Meðal annars var hún kölluð út vegna ungmenna sem voru til leiðinda í sundlaug í hverfi 112 Reykjavík. 

Í freyttaskeyti lögreglunnar segir að lögregla hafi skakkað leikinn þegar slagsmál brutust út í hverfi 105. Í sama hverfi hafi hún verið kölluð út vegna óvelkominna aðila í nýbyggingu.

Í miðbænum barst lögreglu tilkynning um líkamsárás á skemmtistað og umferðaróhapp. Í hverfi 108 var lögreglu tilkynnt um aðila með leiðindi inni á spítala. 

Tilkynnt var um slasaðan aðila í hverfi 210 í Hafnarfirði. Er lögregla og sjúkralið mættu á staðinn var ekkert að sjá. Í hverfi 221 barst lögreglu tilkynning um ósætti milli heimilisfólks. Þá barst lögreglu einnig tilkynning um ósætti milli aðila í hverfi 200 í Kópavogi. 

Lögregla var að auki kölluð út vegna umferðaróhapps í hverfi 206. Ekki slys á fólki. Loks barst lögregly tilkynning vegna aðila til leiðinda í hverfi 103. Eftir tiltal frá lögreglu var honum ekið heim.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×