Handbolti

Bjarki Már og félagar með bakið upp við vegg

Atli Arason skrifar
Bjarki Már Elísson, leikmaður Veszprém.
Bjarki Már Elísson, leikmaður Veszprém. Veszprém

Bjarki Már Elísson og liðsfélagar hans í ungverska liðinu Veszprém eru í slæmri stöðu eftir að hafa tapað fyrsta leik í úrslitaeinvíginu um ungverska meistaratitilinn gegn Pick Szeged, 31-25.

Szeged endaði deildarkeppnina í efsta sæti en Veszprém í því öðru og því er Szeged með heimavallarrétt í úrslitunum. Það lið sem vinnur tvo leiki verður krýnt meistari.

Sigur Szeged var sanngjarn og öruggur en aðeins einu sinni í leiknum náði Veszprém forskotinu og það í stöðunni 1-2. Szeged var fjórum mörkum yfir í hálfleik, 15-11. Szeged leiddi allan síðari hálfleikinn og vann leikinn að lokum með sex mörkum, 31-25. Bjarki Már skoraði 3 mörk fyrir Veszprém. 

Næsti leikur liðanna er næsta mánudag og þar verður Veszprém að vinna ef þeir ætla ekki að horfa á Szeged lyfta titlinum á þeirra heimavelli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×