Innlent

Vilja ná tali af viðskiptavinum vegna smits á Akureyri

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Lögreglan vinnur að smitrakningu í tengslum við smit sem tengist veitingastaðnum Berlín á Akureyri
Lögreglan vinnur að smitrakningu í tengslum við smit sem tengist veitingastaðnum Berlín á Akureyri Vísir/Tryggvi Páll

Lögreglan á Norðurlandi eystra hefur unnið að smitrakningu á Akureyri vegna smits sem kom upp í gærkvöldi sem tengist veitingastaðnum Berlín við Skipagötu.

Lögreglan óskar eftir því við viðskiptavini staðarins sem voru á staðnum síðastliðinn laugardag frá ellefu fyrir hádegi til klukkan tvö eftir hádegi að þeir hafi samband við lögreglu.

Um þrjátíu manns eru í einangrun vegna Covid-19 á Akureyri og opnað hefur verið farsóttarhús í Hafnarstræti, stutt frá miðbæ Akureyrar.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×