fbpx
Föstudagur 17.maí 2024
Fréttir

Bjartsýnn partíhaldari í Hornafirði keypti hljóðkerfi og vildi fá þau beint í partíið – „Ef ykkur tækist þetta yrði það epic“

Heimir Hannesson
Sunnudaginn 21. nóvember 2021 15:00

mynd/samsett

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Segja má að heiðarleg atlaga hafi verið gerð að Austurlandsmeti í bjartsýni nú síðustu helgi þegar ónefndur partíhaldari á Höfn í Hornafirði pantaði sér hljóðkerfi af fyrirtækinu Soundboks í Reykjavík, og vildi fá þau beint í partíið til sín fyrir austan.

„Sæl, er minnsti möguleiki í heimi að fá hátalara sendann austur á Höfn í Hornafirði? Erum með slappa JBL hátalara og ég var að kaupa Soundboks til að gera partíið aðeins skárra,“ skrifaði partíhaldarinn í tölvupósti til fyrirtækisins. „Ef ykkur tækist þetta yrði það epic,“ bætti hann svo við.

Soundboks birti tölvupóstinn á Facebook síðu sinni í vikunni, með leyfi sendandans. Þar kemur fram að pöntunin hafi verið gerð klukkan 23:30 á föstudagskvöld.

Það gekk þó ekki og þegar hátalarinn skilaði sér var partíið búið. Þá virðist hátalaranum hafa verið snúið við, sendur aftur til Reykjavíkur og skilað. Segja þeir hjá Soundboks að partíhaldarinn bjartsýni hafi þar með orðið sá fyrst til að nýta sér skilaréttinn sem þeir bjóða upp á. „Við erum sammála hr. X. Ef það hefði tekist, hefði það verið epic,“ segir jafnframt í færslunni.

Í samtali við DV segir Gunnar Egill Egilsson, eiganda Soundboks, að honum hafi þótt þetta skemmtileg tilraun. „Við bjóðum upp á mjög snögga heimsendingu, og 100 daga skilarétt. En því miður ekki alveg svona snögga heimsendingu,“ segir hann kíminn.

Færsluna má sjá hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Breska ríkið fjármagnar rannsókn á vindmyllum á hafi úti við Ísland – Fyrsta vettvangsferðin í ágúst

Breska ríkið fjármagnar rannsókn á vindmyllum á hafi úti við Ísland – Fyrsta vettvangsferðin í ágúst
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

„Enginn getur nefnt þetta skelfilega nafn án þess að líta um öxl til að fullvissa sig um að enginn heyri“

„Enginn getur nefnt þetta skelfilega nafn án þess að líta um öxl til að fullvissa sig um að enginn heyri“
Fréttir
Í gær

Forsætisráðherra Slóvakíu skotinn nokkrum sinnum og í lífshættu

Forsætisráðherra Slóvakíu skotinn nokkrum sinnum og í lífshættu
Fréttir
Í gær

Þakklæti efst í huga Gunnu Dísar eftir heimkomuna frá Eurovision – „Einhverjir báðu mig um að gera þetta ekki“

Þakklæti efst í huga Gunnu Dísar eftir heimkomuna frá Eurovision – „Einhverjir báðu mig um að gera þetta ekki“