Verður einna verst á milli 12 og 18 í dag

Kort/Vegagerðin

Þéttir éljagarðar eru á leið yfir norðvestanvert landið að sögn veðurfræðings Vegagerðarinnar. Það hvessir enn frekar af suðvestri og mjög blint verður, einkum á fjallvegum s.s. á Holtavörðuheiði og á Öxnadalsheiði. Einna verst á milli kl. 12 og 18 í dag.

Fram kemur á vef Veðurstofu Íslands að gul viðvörun sé í gildi vegna veðurs á höfuðborgarsvæðinu og um landið vestan- og norðvestanvert í dag. 

Veðurvefur mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert