fbpx
Þriðjudagur 21.maí 2024
Fréttir

Ætla að opna annan Vog

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 21. október 2020 18:59

Arnar Gunnar Hjálmtýsson. Mynd: Hringbraut

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hópur reyndar áfengisráðgjafa sem kennir sig við Bláa bandið stefnir að því að opna nýja meðferðarstöð í Víðinesi á Kjalarnesi sem verði sambærileg við sjúkrahúsið Vog.

Þetta kemur fram í þættinum 21 á Hringbraut í kvöld.

Talsmaður Bláa bandsins, Arnar Gunnar Hjálmtýsson, verður í viðtali við Hringbraut. Þess má geta að Arnar er bróðir söngsystkinanna Sigrúnar „Diddú“ Hjálmtýsdóttur og Páls Óskars Hjálmtýssonar.

„Það raunhæfa í stöðunni er að það er 600 manna biðlisti í meðferð og okkar markmið er að eyða þessum biðlista á tveimur árum og við teljum það raunhæft og til þess að svo megi verða að þá þurfum við í fyrsta lagi að fá húsnæði,“ segir Arnar í þættinum í kvöld. Hann leggur áherslu á að húsnæðið sé fyrsta skrefið í að byggja upp annað sjúkrahús á við Vog en heilbrigðisráðuneytið gefi síðan upp hvaða læknisfræðilegar forsendur þurfi til að fá leyfi til að reka slíka meðferðarstöð. Það sé hópurinn búinn að fara yfir og skoða og þar sé allt skýrt um hvað þurfi til að manna heilbrigðisþjónustu í slíkri meðferðarstofnun.

„Hugmynd okkar er að reka þetta með stuðningi, frjálsum framlögum og sponsorum og þetta verður rekið án hagnaðar,“ segir Arnar enn fremur um þessi djörfu áform.

Arnar Gunnar rekur áfangaheimlið Betra líf á þremur stöðum á höfuðborgarsvæðinu, þar sem eru rými fyrir 52 einstaklinga sem þurfa dvöl á áfangaheimili eftir meðferð að halda.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Arnar Þór í stríði við skopmyndateiknara – „Frelsi til athafna skyldar okkur um leið til að virða helgi annarra“

Arnar Þór í stríði við skopmyndateiknara – „Frelsi til athafna skyldar okkur um leið til að virða helgi annarra“
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Katrín: „Ef ég teldi að ég hefði svikið þjóðina þá væri ég ekki að gefa kost á mér í þetta embætti“

Katrín: „Ef ég teldi að ég hefði svikið þjóðina þá væri ég ekki að gefa kost á mér í þetta embætti“
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Úkraínski herinn að verða uppiskroppa með hermenn

Úkraínski herinn að verða uppiskroppa með hermenn
Fréttir
Í gær

28 milljóna beltagrafa eyðilagðist þegar hún rann í sjóinn: Eigandinn fær ekki krónu í bætur af þessari ástæðu

28 milljóna beltagrafa eyðilagðist þegar hún rann í sjóinn: Eigandinn fær ekki krónu í bætur af þessari ástæðu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segja starfsmann forsætisráðuneytisins hafa gert lítið úr missi Höllu Hrundar

Segja starfsmann forsætisráðuneytisins hafa gert lítið úr missi Höllu Hrundar
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Miklir fjárhagserfiðleikar hjá körfuknattleiksdeild UMFN

Miklir fjárhagserfiðleikar hjá körfuknattleiksdeild UMFN
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Sviptingar í Landsrétti – Ákæru gegn látinni móður Jónasar James Norris vísað frá dómi

Sviptingar í Landsrétti – Ákæru gegn látinni móður Jónasar James Norris vísað frá dómi