Handbolti

„Júró Lalli sagði nei, nei, nei“

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Lárus Helgi Ólafsson fagnar hér einni af mörgum markvörslum sínum í lokin í KA-leiknum.
Lárus Helgi Ólafsson fagnar hér einni af mörgum markvörslum sínum í lokin í KA-leiknum. Skjámynd/S2 Sport

Lárus Helgi Ólafsson, markvörður Fram, kom liði sínu enn á ný til bjargar í síðasta leik þegar Framarar stóðu af sér áhlaup frá endurkomukóngunum í KA á lokamínútunum.

Seinni bylgjan ræddi frammistöðu Lárusar Helga Ólafssonar í marki Framliðsins á lokakafla leiksins en hann hefur verið frábær í mörgum leikjum Fram í Olís deildinni í vetur.

„KA-menn eru búnir að vera konungar endurkomanna upp á síðkastið og það stefndi í aðra endurkomu á móti Fram en Júró-Lalli sagði nei, nei, nei ,“ sagði Henry Birgir Gunnarsson,

umsjónarmaður Seinni bylgjunnar, í léttum tón um leið og farið var yfir lokakafla leiksins.

„Hann varði allt á lokakaflanum,“ sagði Henry Birgir og Bjarni Fritzson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar, tók orðið.

Klippa: Seinni bylgjan: Frammstaða Lárusar Helga í markinu á móti KA

„Hann var alveg stórkostlegur. Hann datt í gírinn og þetta voru ítrekað dauðafæri. Hann slökkti allar vonir hjá KA. Hann var algjörlega potturinn og pannan í lokin og ég hafði gaman af því hvað hann hafði gaman af,“ sagði Bjarni Fritzson.

„Honum finnst þetta geggjað, að vinna og vera karlinn,“ sagði Bjarni.

„Allt sem við vorum að sýna hérna er frá því í lokin. Hann er að taka fimm til sex dauðafæri á síðustu tíu mínútunum. Þetta er það sem markmenn eiga að gera stundum, þeir eiga að bara að vinna leiki,“ sagði Einar Andri Einarsson, hinn sérfræðingurinn í þættinum.

Hér fyrir ofan má sjá allar þessar markvörslur Lárusar sem og umræðu Seinni bylgjunnar um hann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×