Vopnasérfræðingur gagnrýnir vopnin í Halo Infinite

Jonathan Ferguson skoðar vopnabúr Halo Infinite.
Jonathan Ferguson skoðar vopnabúr Halo Infinite. Skjáskot/YouTube

Vopnasérfræðingurinn Jonathan Ferguson hefur reglulega verið að taka út og gagnrýna skotvopn sem finnast í tölvuleikjum og fer hann nú yfir skotvopnin í tölvuleiknum Halo Infinite sem kom nýlega út og hefur notið gífurlegra vinsælda.

MBL hefur áður fjallað um hann en þá rýndi hann í skotvopn innan tölvuleiksins Counter-Strike.

Sem fyrr segir skoðar Ferguson vopnabúr tölvuleiksins Halo Infinite og skoðar ýmsa riffla, skammbyssur og fleiri vopn ásamt því að staðhæfa að geimverubyssan sé ekki byssa.

Hér að neðan má horfa á myndbandið í heild sinni en það var birt af YouTube rásinni GameSpot.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert