Dagur og félagar úr leik í Meistaradeildinni

Leikmenn Orlando ganga af velli eftir fyrri leikinn í Monterrey …
Leikmenn Orlando ganga af velli eftir fyrri leikinn í Monterrey í Mexíkó í síðustu viku. AFP/Julio César Aguilar

Dagur Dan Þórhallsson og liðsfélagar hans í Orlando City eru fallnir úr leik í Meistaradeild Norður- og Mið-Ameríku í knattspyrnu eftir að hafa gert 1:1-jafntefli við mexíkóska liðið Tigres í síðari leik liðanna í 16-liða úrslitum keppninnar í nótt.

Leikið var í Orlando í Flórída-fylki en fyrri leiknum í Mexíkó lauk með markalausu jafntefli. Tigres fór því áfram í átta liða úrslitin á útivallarmarki.

Tigres náði forystunni um miðjan fyrri hálfleik áður en varamaðurinn Ercan Kara jafnaði metin einni mínútu fyrir leikslok með stórkostlegri hjólhestaspyrnu.

Illu heilli þurfti Orlando að skora annað mark, sem liðinu tókst ekki, og er því úr leik í keppninni.

Dagur kom inn á sem varamaður í leiknum, stundarfjórðungi fyrir leikslok líkt og Kara.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert