Heilt ár að fínpússa smáatriðin

Leikurinn hefur fengið frábæra dóma.
Leikurinn hefur fengið frábæra dóma. Skjáskot/Nintendo

Á dögunum kom út tölvuleikurinn Legend of Zelda: Tears of the Kingdom fyrir leikjatölvuna Nintendo Switch. Leikurinn sló í gegn um leið og hann kom út og seldust margar milljónir eintaka af leiknum á fyrstu dögunum. Leikurinn er framhald af leiknum Breath of the Wild sem heppnaðist vel og því miklar væntingar fyrir nýja leiknum. 

Frábærir dómar

Nokkrum dögum eftir útgáfu Tears of the Kingdom komu dómar í hús og fékk leikurinn 96 stig af 100 frá virtustu gagnrýnendum heims sem segja leikinn mun betri en sá fyrri og framleiðandanum hafi tekist að standast væntingar sem spilarar höfðu.

Nokkrir höfðu áhyggjur að Nintendo Switch tölvan gæti ekki spilað leikinn í hæstu gæðum þar sem tölvan verður bráðum 6 ára gömul og leikurinn stór en svo var ekki og hafa fáir kvartað undan gæðum leiksins.

Fáir gallar hafa litið dagsins ljós og því ljóst að framleiðandinn hefur eytt miklum tíma í prófanir á leiknum og heppnast vel að útrýma helstu göllunum. Höfundur Zelda segir það hafa tekið á að hanna leikinn en það hafi tekist að lokum og heldur fyrr en fólk heldur og fór allt síðasta ár í það að fínpússa smáatriði.

Í mars árið 2022 var útgáfu leiksins frestað og er nú komið í ljós hvers vegna það var, en framleiðandinn vildi ekki gefa leikinn út fyrr en allir voru sáttir. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert