Íslendingur skoraði í bikarúrslitum í Danmörku

Hákon Arnar Haraldsson er að gera góða hluti.
Hákon Arnar Haraldsson er að gera góða hluti. Ljósmynd/FCK

Hinn 17 ára gamli Skagamaður Hákon Arnór Haraldsson skoraði eitt marka FC Kaupmannahafnar í 3:1-sigri á Nordsjælland í bikarúrslitum U19 ára liða í knattspyrnu í Danmörku. 

Há­kon hef­ur leikið 15 leiki með U17 ára landsliði Íslands og skorað í þeim eitt mark. Þá gerði  hann þrjú mörk í sex leikj­um með U16 ára liðinu. 

Há­kon kom til FC Kaup­manna­hafn­ar frá ÍA fyr­ir rúmu ári og var í loka­hóp U17 ára landsliðsins á EM á síðasta ári. Er hann yngri bróðir Tryggva Hrafns Haraldssonar leikmanns ÍA. 

Hefur Hákon verið áberandi hjá danska stórliðinu því hann gerði þrennu í æfingaleik á dögunum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert