Fundu 44 lík almennra borgara

Borgin féll í hendur Rússa 1. apríl.
Borgin féll í hendur Rússa 1. apríl. AFP/Anatolii Stepanov

Björgunarmenn fundu lík 44 borgara undir rústum eyðilagðrar byggingar í borginni Izyum í austurhluta Úkraínu. Borgin er nú á valdi Rússa.

Oleg Synegubov, ríkisstjóri í austurhluta Kharkiv-héraðsins, segir bygginguna, sem var fimm hæða, hafa verið eyðilagða í byrjun mars.

Óljóst hvernig líkin voru fjarlægð

Þá hafa úkraínskir miðlar eftir Synegubov að íbúar borgarinnar hafi fundið líkin.

Synegubov sagði ekki hver hefði fjarlægt líkin né hvernig þeim hefði tekist að gera það í ljósi þess að bærinn féll í hendur Rússa 1. apríl.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert