Rasmus Hojlund var allt annað en sáttur við liðsfélaga sinn Amad Diallo eftir 1-2 sigur Manchester United á Viktoria Plzen í Evrópudeildinni í gær.
Hojlund skoraði bæði mörkin í sigri United en hann hefði getað sett þrennuna í lokin, en þá renndi Amad boltanum ekki á hann eins og Daninn hefði viljað.
Hefði þetta verið fyrsta þrenna Hojlund fyrir United og virtist hann láta óánægju sína í ljós við Amad eftir leik.
„Þetta er bara jákvætt. Við þurfum að finna eitthvað, ef við rífumst innbyrðis erum við eins og fjölskylda og það er að mínu mati bara jákvætt,“ sagði Ruben Amorim, stjóri United, eftir leik.