Guðrún lauk keppni í 55. sæti

Guðrún Brá Björgvinsdóttir.
Guðrún Brá Björgvinsdóttir. Ljósmynd/Tristan Jones/LET

Guðrún Brá Björg­vins­dótt­ir, at­vinnukylf­ing­ur úr Keili, lék á sjö höggum yfir pari á þriðja og síðasta hring á móti í Bang­kok í Taílandi á Evr­ópu­mótaröð kvenna í nótt.

Guðrún lék fyrsta hring mótsins á tveimur yfir pari en þann næsta á einu undir pari. Þriðji hringurinn var því alls ekki jafn góður og hinir tveir.

Guðrún lýkur því keppni í 55. sæti mótsins á átta höggum yfir pari, líkt og hin finnska Emilia Tukiainen og hin sænska Caroline Hedwall. Það var Manon De Roey frá Belgíu sem vann mótið hún lék á samtals 13 höggum undir pari.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert